Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   fim 18. ágúst 2022 23:15
Sverrir Örn Einarsson
Binni Gests: Stundum er harðlífi
Lengjudeildin
Brynjar Gestsson (th) ásamt Andy Pew
Brynjar Gestsson (th) ásamt Andy Pew
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Já þetta er orðið ógeðslega þreytt og allir eru orðnir þreyttir á því. En það er eins og þessi leikur segir allt sem segja þarf að geta ekki náð einhverju út úr þessu.“ Sagði vonsvikinn þjálfari Þróttar Vogum Brynjar Gestsson eftir 1-0 tap Þróttar gegn Gróttu í kvöld í leik þar sem heimamenn í Þrótti voru síst lakari aðilinn.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 0 -  1 Grótta

Þróttarar sem eru því sem næst fallir úr Lengjudeildinni hafa átt lítilli lukku að fagna þetta sumarið. Þrátt fyrir ágætis leik gefa þeir mark og fátt virðist ganga þeim í hag sem oft vill fylgja liðum í erfiðri stöðu.

„VIð eigum skot í stöngina sem rúllar eftir línunni og ef við hefðu verið annars staðar hefði hann örugglega farið í stöngina og inn. Svo er það markið sem er ótrúlega slysalegt og óheppilegt hjá Unnari sem spilaði reyndar frábærlega í leiknum fyrir utan það en þetta var sennilega gjöf ársins. “

Brynjar hafði orð á því að ákvarðanataka á síðasta þriðjungi vallarsins hefði kostað hans lið í dag sem þrátt fyrir að vinna sig oft á tíðum í góðar stöður kom boltanum ekki í markið.

„Við erum kannski með fullann teig af mönnum og ákveðum að skjóta og öfugt. Síðan spilum við síðustu 25 ḿínúturnar eins og það séu tvær mínútur eftir. Við erum að berjast en við eigum það til að halda kannski fullmikið áfram að berjast og ég hef sagt það áður að þegar við vinnum boltum þá vantar smá ró.“

Vogamenn eru raunsæir með stöðu liðsins og eru þegar farnir að huga að næsta tímabili sem þrátt fyrir tölfræðilegan möguleika á að bjarga sæti sínu menn gera ráð fyrir að leika í 2.deild.

„Já eins og í dag. Þetta var lykilleikur fyrir okkur ef við ætluðum okkur að vera einhverstaðar nálægt þessu. Auðvitað tölfræðilega mögulegt en við þurfum bara að hugsa um einn leik í einu . Það hefði verið kærkomið að taka eitthvað í dag og í svo mörgum öðrum leikjum. En svona er fótboltinn og svona er lífið. Stundum er harðlífi og það er svo sannarlega núna.“

Sagði Brynjar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner