Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fim 18. ágúst 2022 23:15
Sverrir Örn Einarsson
Binni Gests: Stundum er harðlífi
Lengjudeildin
Brynjar Gestsson (th) ásamt Andy Pew
Brynjar Gestsson (th) ásamt Andy Pew
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Já þetta er orðið ógeðslega þreytt og allir eru orðnir þreyttir á því. En það er eins og þessi leikur segir allt sem segja þarf að geta ekki náð einhverju út úr þessu.“ Sagði vonsvikinn þjálfari Þróttar Vogum Brynjar Gestsson eftir 1-0 tap Þróttar gegn Gróttu í kvöld í leik þar sem heimamenn í Þrótti voru síst lakari aðilinn.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 0 -  1 Grótta

Þróttarar sem eru því sem næst fallir úr Lengjudeildinni hafa átt lítilli lukku að fagna þetta sumarið. Þrátt fyrir ágætis leik gefa þeir mark og fátt virðist ganga þeim í hag sem oft vill fylgja liðum í erfiðri stöðu.

„VIð eigum skot í stöngina sem rúllar eftir línunni og ef við hefðu verið annars staðar hefði hann örugglega farið í stöngina og inn. Svo er það markið sem er ótrúlega slysalegt og óheppilegt hjá Unnari sem spilaði reyndar frábærlega í leiknum fyrir utan það en þetta var sennilega gjöf ársins. “

Brynjar hafði orð á því að ákvarðanataka á síðasta þriðjungi vallarsins hefði kostað hans lið í dag sem þrátt fyrir að vinna sig oft á tíðum í góðar stöður kom boltanum ekki í markið.

„Við erum kannski með fullann teig af mönnum og ákveðum að skjóta og öfugt. Síðan spilum við síðustu 25 ḿínúturnar eins og það séu tvær mínútur eftir. Við erum að berjast en við eigum það til að halda kannski fullmikið áfram að berjast og ég hef sagt það áður að þegar við vinnum boltum þá vantar smá ró.“

Vogamenn eru raunsæir með stöðu liðsins og eru þegar farnir að huga að næsta tímabili sem þrátt fyrir tölfræðilegan möguleika á að bjarga sæti sínu menn gera ráð fyrir að leika í 2.deild.

„Já eins og í dag. Þetta var lykilleikur fyrir okkur ef við ætluðum okkur að vera einhverstaðar nálægt þessu. Auðvitað tölfræðilega mögulegt en við þurfum bara að hugsa um einn leik í einu . Það hefði verið kærkomið að taka eitthvað í dag og í svo mörgum öðrum leikjum. En svona er fótboltinn og svona er lífið. Stundum er harðlífi og það er svo sannarlega núna.“

Sagði Brynjar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner