Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   fim 18. ágúst 2022 23:15
Sverrir Örn Einarsson
Binni Gests: Stundum er harðlífi
Lengjudeildin
Brynjar Gestsson (th) ásamt Andy Pew
Brynjar Gestsson (th) ásamt Andy Pew
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Já þetta er orðið ógeðslega þreytt og allir eru orðnir þreyttir á því. En það er eins og þessi leikur segir allt sem segja þarf að geta ekki náð einhverju út úr þessu.“ Sagði vonsvikinn þjálfari Þróttar Vogum Brynjar Gestsson eftir 1-0 tap Þróttar gegn Gróttu í kvöld í leik þar sem heimamenn í Þrótti voru síst lakari aðilinn.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 0 -  1 Grótta

Þróttarar sem eru því sem næst fallir úr Lengjudeildinni hafa átt lítilli lukku að fagna þetta sumarið. Þrátt fyrir ágætis leik gefa þeir mark og fátt virðist ganga þeim í hag sem oft vill fylgja liðum í erfiðri stöðu.

„VIð eigum skot í stöngina sem rúllar eftir línunni og ef við hefðu verið annars staðar hefði hann örugglega farið í stöngina og inn. Svo er það markið sem er ótrúlega slysalegt og óheppilegt hjá Unnari sem spilaði reyndar frábærlega í leiknum fyrir utan það en þetta var sennilega gjöf ársins. “

Brynjar hafði orð á því að ákvarðanataka á síðasta þriðjungi vallarsins hefði kostað hans lið í dag sem þrátt fyrir að vinna sig oft á tíðum í góðar stöður kom boltanum ekki í markið.

„Við erum kannski með fullann teig af mönnum og ákveðum að skjóta og öfugt. Síðan spilum við síðustu 25 ḿínúturnar eins og það séu tvær mínútur eftir. Við erum að berjast en við eigum það til að halda kannski fullmikið áfram að berjast og ég hef sagt það áður að þegar við vinnum boltum þá vantar smá ró.“

Vogamenn eru raunsæir með stöðu liðsins og eru þegar farnir að huga að næsta tímabili sem þrátt fyrir tölfræðilegan möguleika á að bjarga sæti sínu menn gera ráð fyrir að leika í 2.deild.

„Já eins og í dag. Þetta var lykilleikur fyrir okkur ef við ætluðum okkur að vera einhverstaðar nálægt þessu. Auðvitað tölfræðilega mögulegt en við þurfum bara að hugsa um einn leik í einu . Það hefði verið kærkomið að taka eitthvað í dag og í svo mörgum öðrum leikjum. En svona er fótboltinn og svona er lífið. Stundum er harðlífi og það er svo sannarlega núna.“

Sagði Brynjar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner