Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 18. ágúst 2022 09:30
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin: Benfica í góðum málum gegn Dynamo Kiev
Denys Popov leikmaður Dynamo Kiev og Goncalo Ramos hjá Benfica í baráttunni.
Denys Popov leikmaður Dynamo Kiev og Goncalo Ramos hjá Benfica í baráttunni.
Mynd: EPA
Í gær fóru fram þrír leikir í umspili fyrir Meistaradeildina, um er að ræða fyrri viðureignirnar. Þau lið sem hafa betur munu fara í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en tapliðin fara í Evrópudeildina.

Dynamo Kiev frá Úkraínu lék heimaleik sinn gegn Benfica frá Portúgal í Póllandi. Ekki er leikið í Úkraínu vegna stríðsástandsins í landinu.

Benfica er í bílstjórasætinu eftir 2-0 sigur þar sem Gilberto Junior og Goncalo Ramos skoruðu mörkin.

Maccabi Haifa frá Ísrael vann 3-2 heimasigur gegn Rauðu Stjörnunni frá Serbíu en liðin mætast svo í Belgrad í næstu viku.

Markalaust jafntefli varð þegar Qarabag í Aserbaidsjan tók á móti Viktoria Plzen frá Tékklandi.
Athugasemdir
banner
banner