Unglingalandsliðsmaðurinn Gabríel Snær Gunnarsson hefur byrjað síðustu þrjá leiki ÍA. Hann er 17 ára sóknarmaður, fæddur 2008. sem þreytti frumraun í fyrra, kom þá við sögu í tveimur leikjum.
Hann lagði upp fyrra mark ÍA í 3-2 tapinu gegn FH í síðustu viku, fann þá Hauk Andra Haraldsson sem skoraði með góðu skoti. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, nefndi Gabríel í viðtali við Fótbolta.net í gær.
Hann lagði upp fyrra mark ÍA í 3-2 tapinu gegn FH í síðustu viku, fann þá Hauk Andra Haraldsson sem skoraði með góðu skoti. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, nefndi Gabríel í viðtali við Fótbolta.net í gær.
„Krafturinn og viljinn í liðinu var mjög góður. Við fengum helling af krossum, vorum kannski ekki með þannig lið núna sem þurfti helling af krossum, vantaði stóra framherjann (Viktor Jónsson) sem var í banni. Gabríel spilaði frammi í dag og Steinar (Þorsteinsson) spilaði fyrri hálfleikinn, mjög gott að fá Steinar til baka. Gabríel stóð sig mjög vel, þið sérfræðingarnir verðið aðeins að kíkja á hann, sjá hans frammistöðu, því hann er gríðarlega klókur fótboltamaður miðað við aldur, mikill markaskorari; hefur skorað mikið í yngri flokkunum. Hann er búinn að vera hrikalega flottur."
Í leiknum í gær var Gabríel með tvær skottilraunir, xG upp á 0,44. Hann vann boltann þrisvar og báðir sprettirnir hans með boltann (dribbles) heppnuðust. Hann gerði líka vel í því að vinna boltann nokkrum sinnum af Víkingum. Lárus var svo spurður hvort Steinar, sem er nýkominn aftur eftir meiðsli, hefði getað spilað meira.
„Steinar hefði hugsanlega getað tekið 5-10 mínútur. Við töldum það rétt miðað við stöðuna að nýta hálfleikinn í að skipta honum út af, vissum að hann færi annars út af á næstu mínútum hvort sem er. Ef við hefðum beðið hann um það, þá hefði hann örugglega getað kreist út aðrar tíu mínútur. Steinar er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur og mjög gott að fá hann inn."
Gabríel á að baki níu unglingalandsleiki, tvo fyrir U16 og sjö fyrir U17. Hann hefur komið við sögu í átta deildarleikjum og einum bikarleik í sumar, eins og fyrr segir byrjað síðustu þrjá deildarleiki.
Athugasemdir