Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 12:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjölnir klárar tímabilið í Egilshöll út af slæmum vallaraðstæðum
Lengjudeildin
Úr leik Fjölnis og Völsungs sem spilaður var í lok júlí.
Úr leik Fjölnis og Völsungs sem spilaður var í lok júlí.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir mun spila síðustu þrjá heimaleiki sína inni í Egilshöll. Liðið spilaði fyrsta heimaleikinn inni í Egilshöll en færði sig svo út á sinn heimavöll, Fjölnisvöllinn í Dalhúsum.

Ástæðan fyrir færslunni á heimaleikjum er ástand Fjölnisvallar, hann er hreinlega metinn hættulegur. Fótbolti.net ræddi við Birgi Örn Birgisson sem er rekstrarstjóri fótboltadeildar Fjölnis.

„Völlurinn er ekki í leikhæfu ástandi. Það eru allir fljúgandi á hausinn og að meiðast á vellinum. Það var engin stemning fyrir því að gera þetta, en við sáum að þetta var farið að kosta okkur og valda okkur erfiðleikum á æfingum, ökklameiðsli og annað," segir Birgir sem segir að Fjölnir taki þessa ákvörðun.

„Það er búinn að vera óvenjulega mikill vöxtur í vellinum í sumar, og mörgum öðrum grasvöllum líka. Það gekk ágætlega að halda vellinum góðum framan af sumri, á meðan það var þurrt. Þegar líða fór á sumarið, fór að rigna mikið, þá hafði GR, sem sér um að slá völlinn, varla á undan við að slá völlinn. Það þurfti að slá á hverjum einasta degi, það náðist ekki alltaf. Það liggur voða mikið af grasi í grassverðinum sem ekki hefur náðst að raka upp út af bleytu. Það er búið að reyna blása völlinn og handraka hann, en það breytti engu."

„Eftirlitsmaður KSÍ hafði orð á þessu við okkur að völlurinn væri mjög háll og það voru athugasemdir. KSÍ áttaði sig á þessu. Leikurinn á móti Völsungi var síðasti leikurinn sem við létum ráða á þetta, þá var búið að standa yfir vellinum í þrjá sólarhringa að reyna gera hann tilbúinn. Ég held hann hafi verið sleginn 4-5 sinnum á leikdegi, völlurinn blásinn og rakaður, en það breytti engu. Völlurinn er rosalega flottur að sjá þegar maður kemur að honum, lítur mjög vel út, en hann er dæmi um að ekki skal dæma bókina eftir kápunni."

„Ákvörðunin sem slík er tekin í samtali við Heima sem eiga Egilshöll og svo borgina, fáum leyfi kostnaðarlega séð til að færa okkur inn út af vallaraðstæðum,"
segir Birgir.

Fjölnir er í 11. sæti Lengjudeildarinnar, stigi frá öruggu sæti þegar fjórar umferðir eru eftir.

Síðustu fjórir leikir Fjölnis
laugardagur 23. ágúst
14:00 Fjölnir-HK (Egilshöll)

föstudagur 29. ágúst
18:00 Fjölnir-Þróttur R. (Egilshöll)

laugardagur 6. september
16:00 Þór-Fjölnir (Boginn)

laugardagur 13. september
14:00 Fjölnir-Leiknir R. (Egilshöll)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 18 10 7 1 42 - 19 +23 37
2.    Þór 18 11 3 4 42 - 25 +17 36
3.    Þróttur R. 18 10 5 3 36 - 28 +8 35
4.    ÍR 18 9 6 3 31 - 19 +12 33
5.    HK 18 9 4 5 32 - 24 +8 31
6.    Keflavík 18 8 4 6 38 - 31 +7 28
7.    Völsungur 18 5 4 9 30 - 40 -10 19
8.    Grindavík 18 5 3 10 35 - 51 -16 18
9.    Selfoss 18 5 1 12 20 - 34 -14 16
10.    Leiknir R. 18 4 4 10 18 - 35 -17 16
11.    Fjölnir 18 3 6 9 28 - 42 -14 15
12.    Fylkir 18 3 5 10 25 - 29 -4 14
Athugasemdir
banner
banner