Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 18. september 2019 17:00
Elvar Geir Magnússon
Chelsea ræðir við Tomori og Abraham um nýja samninga
Chelsea hefur hafið viðræður við Tammy Abraham og Fikayo Tomori um nýja fimm ára samninga. Horft er til frambúðar undir stjórn Frank Lampard á Stamford Bridge.

Abraham er með 50 þúsund pund í vikulaun en mun rúmlega tvöfalda þau eftir að hafa skorað sjö mörk í síðustu fjórum leikjum.

Abraham er 21 árs framherji en hann skoraði þrennu gegn Úlfunum síðasta laugardag. Hann var hjá Aston Villa á síðasta tímabili á lánssamningi, skoraði 26 mörk og hjálpaði liðinu að komast upp í úrvalsdeildina.

Sem stendur er hann ofar á blaði hjá Lampard en Michy Batshuayi og Olivier Giroud.

Tomori er 21 árs miðvörður sem braut sér leið inn í aðalliðið á þessu tímabili en hann hefur byrjað síðustu þrjá leiki og skoraði sitt fyrsta mark í 5-2 sigrinum gegn Wolves.
Athugasemdir
banner