Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 18. september 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Golovin valdi Mónakó framyfir Chelsea og Juve
Golovin gegn Rodri (Atletico) í Meistaradeildinni í fyrra. Rodri skipti yfir til Man City í sumar.
Golovin gegn Rodri (Atletico) í Meistaradeildinni í fyrra. Rodri skipti yfir til Man City í sumar.
Mynd: Getty Images
Rússneski miðjumaðurinn Aleksandr Golovin var gríðarlega eftirsóttur eftir HM í fyrra. Helstu félög Evrópu voru á eftir honum en að lokum valdi hann Mónakó í franska boltanum.

Golovin segist hafa valið Mónakó framyfir Juventus og Chelsea í fyrrasumar því hann vildi ekki taka of stórt skref á þessum tímapunkti ferilsins, enda aðeins 22 ára gamall.

„Ég valdi Mónakó því hin félögin voru of stórt skref, við erum að ræða um stærstu félög Evrópu. Þetta hefði verið auðvelt val ef ég væri frá Evrópu, en ég er Rússi og þarf að aðlagast mörgum hlutum. Til að mynda tugnumálinu," sagði Golovin í viðtali við Match TV.

„Þetta var mín ákvörðun. Ég bað marga atvinnumenn og fyrrum atvinnumenn um ráð en svörin þeirra voru öll ólík. Þess vegna ákvað ég að fara eftir mínu eigin höfði."

Golovin var hjá CSKA Moskvu, þar sem Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon leika í dag. Hann komst beint inn í byrjunarliðið hjá Mónakó sem átti arfaslakt tímabil en náði þó að bjarga sér frá falli úr efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner