Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mið 18. september 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Messi: Sonur minn þykist vera Liverpool
Lionel Messi á þrjá syni með eiginkonu sinni sem eru fæddir með þriggja ára millibili. Sá elsti, Thiago, er fæddur 2012 og sá yngsti 2018.

Í miðjunni er Mateo, sem er fjögurra ára gamall og er nýbyrjaður að skilja undirstöðuatriðin í fótbolta.

„Ég er kannski að spila fótbolta við Mateo og þá segir hann 'ég er Liverpool, sem vann þig'. 'Ég er Liverpool og þú ert Barca'," sagði Messi hlæjandi í léttu viðtali.

„Það sama á við um Valencia. Hann segir kannski 'Valencia vann þig er það ekki? Þá er ég Valencia'.

„Þegar sjónvarpið er í gangi þá fagnar Mateo alltaf þegar Real Madrid skorar til að pirra bróður sinn (Thiago). Hann gerir þetta og fylgist svo með viðbrögðunum."



Athugasemdir