Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 18. september 2019 18:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: FH vann í tíu marka leik gegn ÍBV
Gary Martin og Morten Beck báðir með þrennu
Morten Beck skoraði þrennu í annað sinn í sumar.
Morten Beck skoraði þrennu í annað sinn í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Gary Martin gerði einnig þrennu.
Gary Martin gerði einnig þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
FH 6 - 4 ÍBV
1-0 Björn Daníel Sverrisson ('24 )
1-1 Gary John Martin ('28 )
2-1 Morten Beck Andersen ('30 )
3-1 Morten Beck Andersen ('35 )
4-1 Steven Lennon ('45 , víti)
5-1 Morten Beck Andersen ('51 )
6-1 Pétur Viðarsson ('60 )
6-2 Gary John Martin ('79 )
6-3 Sigurður Arnar Magnússon ('82 )
6-4 Gary John Martin ('85 )
Lestu nánar um leikinn

Það var boðið upp á rosalegan leik í Hafnarfirðinum í kvöld þegar FH tók á móti botnliði ÍBV í Pepsi Max-deildinni.

Björn Daníel Sverrisson kom FH yfir eftir hornspyrnu Jónatans Inga á 24. mínútu. Fjórum mínútum síðar jafnaði Gary Martin fyrir ÍBV.

Flóðgáttirnar voru opnar. Morten Beck kom FH aftur yfir á 30. mínútu og fimm mínútum eftir það mark, þá skoraði hann aftur. FH fékk víti undir lok fyrri hálfleiks og skoraði Steven Lennon örugglega úr því.

Í upphafi seinni hálfleiks fullkomnaði Morten Beck þrennu sína. Hann hefur komið mjög öflugur inn í lið FH, en hann var fenginn til liðsins í júlíglugganum. Þetta er hans önnur þrenna í Pepsi Max-deildinni fyrir FH. Þess má geta að Jónatan Ingi lagði upp þriðja mark Morten Beck og var það hans þriðja stoðsending í leiknum.

Pétur Viðarsson, sem fékk rautt í bikarúrslitaleiknum síðasta laugardag, skoraði sjötta mark FH á 60. mínútu eftir hornspyrnu. Staðan orðin 6-1.

Eftir sjötta markið datt leikurinn svolítið niður, en á 78. mínútu skoraði Gary Martin annað mark ÍBV. Gestirnir lifnuðu við eftir það og bættu við tveimur mörkum til viðbótar. Sigurður Arnar Magnússon skoraði og fullkomnaði Gary Martin þrennu sína á 85. mínútu.

Tíunda markið í leiknum var það síðasta. Lokatölur 6-4, algjörlega ótrúlegur fótboltaleikur. Við hvetjum fólk til þess að skoða textalýsinguna frá honum, en hana má nálgast hérna.

Það er frábært fyrir FH að fá þennan sigur eftir vonbrigðin í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi. Með sigrinum fer FH langleiðina með að tryggja sér Evrópusæti. FH er í þriðja sæti með 34 stig. ÍBV er fallið úr deildinni, liðið er með níu stig.

Klukkan 19:15 hefst leikur Fylkis og Víkings. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.


Athugasemdir
banner
banner
banner