Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 18. september 2019 12:13
Elvar Geir Magnússon
Pogba æfði ekki með hópnum - Mætir líklega ekki Rúnari
Paul Pogba æfði einn í morgun á meðan liðsfélagar hans voru að búa sig undir komandi Evrópudeildarleik gegn Astana frá Kasakstan.

Pogba er meiddur á ökkla og missti af 1-0 sigrinum gegn Leicester síðasta laugardag.

Ólíklegt er að Pogba verði með í leiknum á morgun.

Luke Shaw æfði heldur ekki með hópnum í morgun en æfði einn, hann hefur verið að glíma við meiðsli aftan í læri. Diogo Dalot og Anthony Martial eru einnig á meiðslalistanum.

Jesse Lingard tók virkan þátt í æfingunni en hann missti af sigrinum gegn Leicester.

Daniel James æfði ekki en ekki er vitað hver ástæðan fyrir því sé.

Rúnar Már Sigurjónsson landsliðsmaður leikur með Astana.
Athugasemdir
banner