Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 18. september 2019 22:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vonast til að Kári spili í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason fór meiddur af velli í landsleik gegn Albaníu í síðustu viku og hefur hann misst af síðustu tveimur leikjum Víkings af þeim sökum.

Hann meiddist aftan í læri og missti af bikarúrslitunum þar sem Víkingur vann 1-0 sigur á FH. Hann var einnig fjarverandi þegar Víkingur tapaði 2-1 gegn Fylki í kvöld.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var spurður út í stöðu mála á landsliðsmiðverðinum.

„Við erum að vonast til að tjasla honum fyrir leikinn gegn ÍA, hann ætti að geta náð honum," sagði Arnar.

Víkingur mætir ÍA í lokaumferð deildarinnar þann 28. september næstkomandi.

Ísland mætir Frakklandi og Andorra í mikilvægum leikjum í undankeppni EM 2020 í næsta mánuði. Arnar telur að Kári verði klár í þá leiki.
Arnar: Má ekki verða dauði og djöfull
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner