Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 18. september 2021 18:30
Brynjar Ingi Erluson
England: Villa fór illa með Everton í seinni hálfleik
Leon Bailey átti þátt í öðru markinu og skoraði svo þriðja áður en hann fór meiddur af velli
Leon Bailey átti þátt í öðru markinu og skoraði svo þriðja áður en hann fór meiddur af velli
Mynd: Getty Images
Aston Villa 3 - 0 Everton
1-0 Matty Cash ('66 )
1-1 Lucas Digne ('69 , sjálfsmark)
2-1 Leon Bailey ('75 )

Aston Villa vann annan sigur sinn á tímabilinu er liðið lagði Everton, 3-0, á Villa Park. Öll mörkin komu á níu mínútna kafla í síðari hálfleiknum.

Fyrsta hættulega færið kom á 7. mínútu er Begovic varði skalla Tyrone Mings í slá. Hinum megin á vellinum átti Michael Keane svo skalla rétt framhjá.

John McGinn fór af velli undir lok fyrri hálfleiks eftir að hann fékk höfuðhögg. Villa notaði því sérstaka höfuðhöggsskiptingu sem er talin sem aukaskipting.

Jamaíkamaðurinn Leon Bailey kom inná sem varamaður hjá Villa á 63. mínútu og gjörbreyttist leikurinn eftir að hann kom inn. Matty Cash skoraði þremur mínútum síðar með laglegu skoti eftir stoðsendingu frá Douglas Lui.

Á 69. mínútu fékk Villa hornspyrnu. Bailey tók spyrnuna og virtist Begovic vera með boltann en hann fór af hausnum á Lucas Digne og í netið.

Bailey skoraði svo sitt eigið mark fimmtán mínútum fyrir leikslok eftir langa sendingu frá Danny Ings. Bailey hljóp á harðaspretti í átt að markinu áður en hann þrumaði boltanum í netið.

Níu mínútum síðar fór hann meiddur af velli og kom Ashley Young inná í hans stað.

Everton tókst ekki að bíta frá sér og lauk því leiknum með 3-0 sigri Villa. Annar sigur liðsins á þessu tímabili á meðan Everton tapar fyrsta leik sínum á tímabilinu. Villa er með 7 stig en Everton 10 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner