Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. september 2021 11:50
Aksentije Milisic
Nuno biður um þolinmæði gagnvart Ndombele
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham Hotspur, hefur beðið fólk um að sýna þolinmæði gagnvart Tanguy Ndombele.

Frakkinn spilaði sinn fyrsta leik á þessu tímabili í 2-2 jafntefli gegn Rennes í Sambandsdeildinni í miðri viku. Leikmaðurinn bað um að fá að fara frá Tottenham áður en tímabilið hófst.

Ndombele var keyptur á rúmar 60 milljónir punda frá Lyon fyrir tveimur árum síðan en hann hefur ekki náð að sýna stöðugleika í treyju félagsins. Hann var ekki sáttur með að hafa verið á bekknum undir stjórn Ryan Mason undir lok síðasta tímabils.

Margir stuðningsmenn Tottenham sjá Ndombele sem lausn á vandamáli liðsins, að skapa færi fyrir framherjana og láta hlutina gerast.

„Þetta var fyrsti leikurinn hans Tanguy á þessari leiktíð," sagði Nuno.

„Við höfðum allt undirbúningstímabilið og við erum nú þegar
byrjaðir að spila í deildinni og í Evrópu og þetta var einungis hans fyrsti leikur. Við þurfum að vera þolinmóð."


Tottenham mætir Chelsea á heimavelli á morgun í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner