Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. september 2021 11:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ein sú allra besta að mæta til Íslands - „Þurfum að vera með augu á henni allan leikinn"
Icelandair
Vivianne Miedema fagnaði marki í gær.
Vivianne Miedema fagnaði marki í gær.
Mynd: EPA
Hollandi gekk vel á HM 2019.
Hollandi gekk vel á HM 2019.
Mynd: Getty Images
Gunnhildur Yrsa
Gunnhildur Yrsa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla
Glódís Perla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miedema er á mála hjá Arsenal.
Miedema er á mála hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Íslenska kvennalandsliðið mætir því hollenska á Laugardalsvelli á þriðjudag í fyrsta leik Íslands í undankeppni fyrir HM 2023. Fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir sátu fyrir svörum á Teams-fréttmannafundi á fimmtudag.

Þær voru spurðar út í hollenska liðið og sérstaklega Vivianne Miedema sem er stærsta stjarna liðsins. Miedema, sem er 25 ára, hefur skorað 84 mörk í 101 landsleik og spilar með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Miedema skoraði mark Hollands í 1-1 jafntefli gegn Tékklandi í gær.

Þær Gunnhildur og Glódís voru einnig spurðar út í HM og stuðning frá þjóðinni.

Um hollenska liðið: Ógeðslega gaman að fylgjast með þeim
Er gott eða slæmt að mæta Evrópumeisturunum í fyrsta leik?

„Mér finnst það ekki muna neinu, við erum alltaf sama liðið með sömu áherslur og förum í alla leiki og ætlum að vinna þá. Fyrir mér skiptir það voða litlu máli. Við erum tilbúnar í þetta verkefni, erum búnar að undirbúa okkur síðan Steini tók við," sagði Gunnhildur.

Hvað þurfið þið að gera gegn þessu sterka liði?

„Þetta er mjög sterk þjóð og við höfum spilað við þær nokkrum sinnum. Ég held að við þurfum bara að ein­beita okkur að okk­ur sjálfum og vera þétt­ar. Við verðum örugglega meira í vörn en við höfum verið síðustu leiki en við höfum gaman af því. Við þurfum að ein­beita okk­ur að því að fá okk­ar færi og klára þau. Við vitum hvað þær geta en ef við mætum og spilum okkar besta leik getur allt gerst," sagði Gunnhildur.

Glódís var spurð út í hollenska liðið sem hefur unnið EM og endað í öðru sæti á HM á síðustu árum.

„Þær tóku stór skref. Ég man að ég spilaði við þær í Kórnum 2014 og við unnum þann leik. Síðan þá spiluðum við ekkert við þær fyrr en rétt fyrir EM 2017 og það var þvílík breyting á liðinu. Ég held að það snúist aðallega um fjármagn, það hefur verið settur meiri peningur í liðið og umgjörðina. Svo komu betri leikmenn upp,“

„Það er bara ógeðslega gaman að fylgjast með þeim. Þegar þær unnu EM voru þær geggjaðar. Þær voru með skemmtilega og lúmskt ungt lið og hafa síðan þá verið að standa sig vel. Ég er mjög spennt fyrir því að fá að spila á móti þeim á heimavelli.“


Um Miedema: Búin að skora endalaust
Hvernig líst þér á það verkefni að mæta einni allra bestu sóknarkonu heims?

„Það er alltaf gaman að mæta þeim bestu. Þá veit maður hvar maður stendur. Við viljum vera með þeim bestu í heimi. Þetta er bara ákveðin áskorun og ég held að við séum bara allar mjög spenntar fyrir henni. Ég hef allavega gaman að því."

„Miedema er náttúrulega búin að skora endalaust og ég held að það sé mjög mikilvægt að loka á hana. Svo eru þær með öskufljóta leikmenn fram á við,"
sagði Gunnhildur.

Hversu mikið púður fer í það hjá ykkur varnarmönnunum að kljást við Vivianne Miedema í þessum leik?

„Hún er náttúrulega frábær, alveg geggjaður leikmaður og við munum þurfa að vera með augu á henni allan leikinn. Við þurfum að passa að hún sé ekki að komast í boltann án þess að vera undir pressu. Hún er frábær en það eru margir aðrir góðir leikmenn, bæði á miðjunni hjá þeim og á köntunum. Þetta verður verðugt verkefni fyrir allt liðið okkar," sagði Glódís.

Sjá einnig:
Steini Halldórs: Vona að hann breyti nógu andskoti miklu

Um HM: Svakalegt hungur
Ísland hefur komst fjórum sinnum á EM en ekki komist á HM til þessa. Hversu mikið hungur er í hópnum að láta HM-drauminn rætast?

„Það er alltaf svakalegt hungur. Ég hef verið í Ástralíu og þetta er æðislegt land. Það væri ekki leiðinlegt að komast á sitt fyrsta HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. En ég held að við tökum bara einn leik í einu. Við ætlum okkur sigur í hverjum einasta leik og lítum á björtu hliðarnar. Það verður gaman að nota þessa leiki fyrir sumarið. Við einbeitum okkur núna að undankeppni HM og svo kemur EM næsta sumar," sagði Gunnhildur.

Um stuðning frá þjóðinni: Þurfa orkuna frá tólfta manninum
Hversu mikilvægt er fyrir ykkur að hafa þjóðina á bakvið ykkur þegar það styttist í stórmót?

„Það er alltaf mjög mikil­vægt og gaman að spila fyrir framan fullt af fólki og finna stuðninginn úr stúkunni og frá þjóðinni. Það er oft talað um tólfta manninn og það er alltaf gaman þegar maður finnur fyrir þessum stuðning."

„Við erum að fara að spila við eitt af bestu liðum í heimi þannig að við munum þurfa þessa orku og ég vona að fólk flykkist niður á Laugardalsvöll og styðji við okkur. Vonandi verður þetta bara hörkuleikur. Við ætlum okkur að vinna. Við setjum stefnuna hátt og tökum vel á móti öllum stuðningi í því,"
sagði Glódís.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner