Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 16. september 2021 16:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steini Halldórs: Vona að hann breyti nógu andskoti miklu
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson.
Þorsteinn Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mark Parsons.
Mark Parsons.
Mynd: EPA
Kemur í ljós á þriðjudag hversu langt Steini er kominn með liðið.
Kemur í ljós á þriðjudag hversu langt Steini er kominn með liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjálpar öllum að Breiðablik komst í riðlakeppnina.
Hjálpar öllum að Breiðablik komst í riðlakeppnina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hér að neðan má sjá öll svör landsliðsþjálfarans Þorsteinn Halldórssonar á fréttamannafundi í dag. Framundan er leikur gegn Hollandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli. Um er að ræða fyrsta leik Íslands í riðlakeppninni. Leikurinn fer fram á þriðjudag.

Holland er með nýjan landsliðsþjálfara. Mark Parsons, þjálfari Portland Thorns í Bandaríkjunum, tók við hollenska liðinu í maí. Hans fyrsti leikur með hollenska liðið er á morgun gegn Tékklandi í fyrstu umferð riðilsins. Með Íslandi í riðlinum eru einnig Hvíta-Rússland og Kýpur. Ísland situr hjá í fyrstu umferð þar sem fimm lið eru í riðlinum.

Hollenska liðið er feykilega öflugt og eitt besta landslið heims. Liðið er í fjórða sæti heimslistans og íslenska liðið er í því sextánda. Á HM 2019 varð liðið í öðru sæti og liðið varð Evrópumeistari árið 2017.

Nýr landsliðsþjálfari hjá Hollandi. Hvað geturu sagt okkur um hann og hvernig fótbolta þú heldur að hann muni spila með liðið?

„Auðvitað vonast maður eftir því að hann breyti nógu andskoti miklu. Það á bara eftir að koma í ljós, við þurfum að skoða þennan leik á morgun," sagði Steini.

„Ég er búinn að vera skoða mikið það sem Holland hefur verið að gera undanfarið. Ég hef líka verið að skoða það sem Mark hefur verið að gera með Portland. Það verður bara áhugavert að sjá hvernig hann kemur inn í leikinn á morgun, þetta er fyrsti leikurinn sem hann stýrir og undirbúningurinn er stuttur."

„Það verður áhugavert að sjá hvað hann ætlar sér að gera, hvort hann ætli að gera miklar breytingar, taktískar eða hvað það er. Það er eitthvað sem maður getur í rauninni ekki gefið sér fyrirfram."

„Portland er ekki að spila sama leikkerfi og hollenska landsliðið er að spila þannig það er spurning hvort hann færi kerfið sitt hjá Portland yfir á hollenska liðið eða taki við grunninum sem er þar og haldi áfram að vinna með hann."


Geta nýtt sér leikinn á morgun
Það er þá væntanlega jákvætt fyrir þig að Holland spili einn leik svo þú getir aðeins rýnt í það sem Mark ætlar að gera með hollenska liðið.

„Já, ég held það. Ég held að það eigi að geti hjálpað okkur. Við rennum þá ekki alveg eins blint í sjóinn ef það verða miklar áherslubreytingar á leik liðsins."

Vonast eftir jafntefli
Öll úrslit í þessum riðli skipta máli. Hver væri óska niðurstaðan í leiknum á morgun þegar Holland og Tékkland mætast?

„Ég óska þess að hann fari jafntefli, að það deyi eitt stig þarna. Liðin fái bara sitthvort stigið og eitt stigið detti út. Ég held að það sé ekkert slæmt fyrir okkur."

Kemur í ljós á þriðjudag
Hvað finnst þér þú vera kominn langt með að koma þínu handbragði á liðið og leikstílinn?

„Ég hugsa að það komi bara í ljós á þriðjudaginn. Held það komi svolítið í ljós hversu langt við erum komin og hvar við stöndum raunverulega. Leikurinn er mikilvægur og sýnir hvort að þeir hlutir sem við viljum gera séu að nást inn og hvort við séum á réttri leið eins og staðan er í dag."

Hjálpar öllum aðilum
Fyrir þig sem landsliðsþjálfara, hvaða máli skiptir það fyrir að Breiðablik séu í riðlakeppninni í Meistaradeildinni?

„Það er bara gott, það duttu tveir leikmenn úr Breiðabliki úr hópnum sem voru í síðasta hópi. Auðvitað hjálpar að leikmenn taki tímabil fram eftir hausti, spili á móti sterkum liðum, spili góða og öfluga leiki. Það hjálpar bara leikmönnum að vera betri, um leið ætti það að hjálpa landsliðinu ef þær eru valdar í það og koma tilbúnar í verkefni með landsliðinu. Þetta hjálpar öllum aðilum held ég."

Önnur svör Þorsteins:
Diljá Ýr kölluð inn í landsliðið
Jákvætt að valið á landsliðinu sé gagnrýnt - Diljá staðið sig vel
Þorsteinn varar Andreu Rán við
Berglind þarf að grípa tækifærið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner