Neymar var í byrjunarliði Al-Hilal sem gerði óvænt jafntefli á heimavelli gegn Navbahor Namangan frá Úsbekistan er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Asíu.
Gestirnir tóku afar óvænt forystuna í upphafi síðari hálfleiks, en Ruben Neves, Malcom og Aleksandar Mitrovic voru með Neymar í byrjunarliðinu.
Úsbekarnir héldu forystunni allt þar til seint í uppbótartíma, þegar Ali Al Bulayhi jafnaði fyrir heimamenn á 100. mínútu.
Neymar fékk gult spjald á 66. mínútu leiksins þegar hann missti stjórn á skapinu sínu. Brassinn knái átti að taka aukaspyrnu en andstæðingur var fyrir honum til að stöðva hann frá því að taka spyrnuna snöggt. Neymar brást illa við og hrinti andstæðingi sínum til jarðar, áður en hann sparkaði boltanum svo í hann og uppskar réttilega gult spjald fyrir. Atvikið má sjá neðst í fréttinni.
N'Golo Kante og Fabinho voru þá í byrjunarliði Al-Ittihad sem sigraði 3-0 gegn OKMK, sem er einnig frá Úsbekistan.
Romarinho skoraði tvennu og var maður leiksins en Karim Benzema var ekki í hópi, ekki frekar en Kalidou Koulibaly og Sergej Milinkovic-Savic hjá Al-Hilal.
Al-Hilal 1 - 1 Navbahor Namangan
0-1 T. Tabatadze ('52)
1-1 Ali Al Bulayhi ('100)
Al-Ittihad 3 - 0 OKMK
1-0 Haroune Camara ('11)
2-0 Romarinho ('15)
3-0 Romarinho ('42, víti)
Neymar JR pushed opposition player and kicks ball off them
byu/Rayan2550 insoccer