Franski miðjumaðurinn Thomas Lemar verður ekki með Atlético Madríd næstu mánuði eftir að hann sleit hásin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spænska félaginu.
Þessi 27 ára gamli leikmaður var í byrjunarliði Atlético Madríd gegn Valencia í gær en hann meiddist undir lok fyrri hálfleiks og var skipt af velli.
Atlético Madríd greindi frá því í gær að Lemar hefði slitið hásin og þyrfti að fara í aðgerð.
Frakkinn mun því ekki koma við sögu hjá Atlético á næstunni og verður því frá næstu mánuði.
Lemar, sem vann HM með Frökkum fyrir fimm árum, var að spila sinn annan leik á tímabilinu.
Athugasemdir