Pep Guardiola, stjóri Man City, var í skýjunum með frammistöðu liðsins þrátt fyrir markalaust jafntefli gegn Inter í Meistaradeildinni í kvöld.
„Við spiluðum svo vel, ég elska liðið mitt, við vörðumst vel, þeir eru meistarar í varnarleik. Við fengum svona eitt færi á okkur, það er ekki hægt að búast við því að maður skapi mikið þegar andstæðingurinn verst djúpt með ellefu leikmenn," sagði Guardiola.
Kevin De Bruyne þurfti að fara af velli vegna meiðsla í hálfleik en Guardiola gat ekki sagt til um hversu alvarleg meiðslin væru.
Man City fær Arsenal í heimsókn í úrvalsdeildinni um næstu helgi.
Athugasemdir