Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 18. október 2020 08:30
Victor Pálsson
Pirlo biður um þolinmæði
Mynd: Getty Images
Andrea Pirlo, stjóri Juventus, segir að hans leikmenn þurfi tíma til að slípa sig saman fyrir langt og strangt tímabil framundan.

Juventus gerði jafntefli við Crotone í deildinni í gær þar sem hinn ungi Federico Chiesa fékk beint rautt spjald í seinni hálfleik.

Pirlo biður um þolinmæði frá stuðningsmönnum og viðurkennir að mistök gætu átt sér stað í næstu viðureignum.

„Því miður þá misstum við mann af velli í síðustu tveimur leikjum vegna okkar mistaka en við erum með ungt lið sem þarf að leggja hart að sér. Það hefur ekki verið mikill tími til þess vegna landsleikjanna," sagði Pirlo.

„Ungir leikmenn þurfa að fá reynslu með því að spila leiki og það getur gerst að þeir geri barnaleg mistök. Það er hluti af því að læra."

„Við höfum byggt upp lið með gæði en það er ennþá vinna sem þarf að sinna. Strákarnir muni læra af mistökunum og því miður þá þurfa þeir að taka áhættur á þeirri leið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner