Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 18. október 2020 08:00
Victor Pálsson
Sterling: Áttum skilið að vinna Arsenal
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling, leikmaður Manchester City, segir að heppnin hafi verið með honum í gær í leik gegn Arsenal.

City hafði betur með einu marki gegn engu á Etihad en enski landsliðsmaðurinn skoraði eina mark leiksins.

Sterling hefur oft spilað betur en hann fylgdi á eftir skoti Phil Foden til að tryggja City sigurinn.

„Ég tel að ég hafi verið svolítið heppinn að komast á blað. Þetta var ekki minn besti leikur en ég er þakklátur að geta hjálpað liðinu,"
sagði Sterling.

„Að lokum áttum við sigurinn skilið. Við vorum mjög þéttir og áttum þessi stig skilið."

„Við höfum ekki verið eins léttleikandi á þessu tímabili en höfum sýnt okkar rétta andlit í síðustu tveimur leikjum og það er frábært að halda því gangandi."
Athugasemdir
banner