Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 18. október 2020 17:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Dijk í aðgerð - Frá út tímabilið?
Mynd: Getty Images
Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðsla sem hann hlaut í leik gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Hann meiddist eftir tæklingu Jordan Pickford, markvarðar Everton, eftir fyrirgjöf. Pickford óð út á móti van Dijk og fór hátt með lappirnar í miðvörðinn.

Van Dijk var dæmdur rangstæður og því gat Liverpool ekki fengið vítaspyrnu fyrir brotið, sem hefði með réttu verðskuldað rautt spjald.

Liverpool hefur núna gefið það út að Van Dijk þurfi að fara í aðgerð vegna meiðslana, en hann er með slitið fremra krossband.

Á heimasíðu Liverpool kemur fram að enginn tímarammi sé á því hvenær hann komi til baka en ljóst er að hann verður frá í marga mánuði, jafnvel út tímabilið - þó Liverpool útiloki það ekki að hann snúi aftur á þessu tímabili.

Van Dijk er stórkostlegur varnarmaður og gríðarlega mikilvægur fyrir Liverpool. Þetta er mikið áfall fyrir Englandsmeistarana.


Athugasemdir
banner
banner