Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 18. október 2021 13:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak skoðar sína möguleika - „Sjáum bara hvað gerist"
Ísak Snær
Ísak Snær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson átti gott tímabil með ÍA og var á lokahófi félagsins valinn leikmaður ársins bæði af leikmönnum og stuðningsmönnum.

Ísak var á láni hjá ÍA frá Norwich á Englandi en þessi tvítugi miðjumaður er ekki viss hvort hann komi aftur til ÍA.

„Ég veit það ekki. Ég skoða stöðuna og kemur í ljós hvað gerist. Ég er ekkert búinn að heyra í þeim eins og er. Sjáum hvað gerist núna þegar tímabilið er búið. Ég fer út á morgun og þá sjáum við hvað gerist," sagði Ísak Snær.

Hann var í U21 árs landsliðinu sem mætti Portúgal á dögunum en kom ekki við sögu í þeim leik.

Ísak kom fyrst til ÍA seinni hluta tímabilsins 2020 og lék sjö leiki með liðinu.
Ísak Snær: Ætlum að koma hingað á næsta ári og taka dolluna heim
Athugasemdir
banner
banner
banner