Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 19. janúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Flautað til leiks gegn El Salvador á miðnætti
Icelandair
Hólmar gerði eina markið í sigri á Kanada.
Hólmar gerði eina markið í sigri á Kanada.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska A-landsliðið í fótbolta leikur á miðnætti síðari vináttuleik sinn í Bandaríkjunum. Liðið er þessa stundina í æfingaferð í Kalíforníu.

Ekki er um opinbera landsleikjadaga að ræða og er því Ísland ekki með sinn sterkasta leikmannahóp.

Ísland lagði Kanada að velli, 1-0, í leik sem fram fór í síðustu viku. Í þeim leik skoraði varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson eina mark leiksins.

Flautað verður til leiks á miðnætti á Dignity Sports Health Park.

Svona var byrjunarliðið gegn Kanada: #1 Hannes Þór Halldórsson, #3 Davíð Kristján Ólafsson, #4 Alex Þór Hauksson, #5 Hólmar Örn Eyjólfsson, #6 Daníel Leó Gretarsson, #7 Mikael Neville Anderson, #10 Aron Elís Þrándarson, #11 Kjartan Henry Finnbogason, #14 Kári Árnason, #19 Viðar Örn Kjartansson, #22 Höskuldur Gunnlaugsson.

Varamenn voru: Birkir Már Sævarsson, Bjarni Mark Antonsson, Kolbeinn Sigþórsson, Elías Rafn Ólafsson, Patrik Sigurður Gunnarsson, Alfons Sampsted, Oskar Tor Sverrisson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Stefán Teitur Þórðarson, Kristján Flóki Finnbogason, Óttar Magnús Karlsson og Ari Leifsson.
Athugasemdir
banner
banner