Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. janúar 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Íslandsmeistarar í Reykjavíkurmótinu
KR-ingar mæta Þrótturum. KR er Íslandsmeistari karla og Valur kvenna. Þau lið verða bæði í eldlínunni í Reykjavíkurmótinu í dag.
KR-ingar mæta Þrótturum. KR er Íslandsmeistari karla og Valur kvenna. Þau lið verða bæði í eldlínunni í Reykjavíkurmótinu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærisveinar Mikael Nikulássonar í Njarðvík eiga leik gegn Víkingi Ólafsvík í Fótbolta.net mótinu.
Lærisveinar Mikael Nikulássonar í Njarðvík eiga leik gegn Víkingi Ólafsvík í Fótbolta.net mótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er fjöldinn allur af leikjum í dag á Íslandi. Hið langa íslenska undirbúningstímabil er í fullum gangi.

Það eru tveir leikir í Reykjavíkurmóti karla. Fylkir og Fjölnir mætast klukkan 17:15, og klukkan 19:15 mæta Íslandsmeistarar KR liði Þróttar R. úr 1. deild. KR verður án Emils Ásmundssonar og Finns Tómasar Pálmasonar á undirbúningstímabilinu vegna slæmra meiðsla

Í Reykjavíkurmóti kvenna fær Fjölnir það erfiða verkefni að mæta Íslandsmeisturum Vals.

Í dag eru einnig leikir í B-deild Fótbolta.net mótsins, Kjarnafæðismóts karla og kvenna, og Faxaflóamóti kvenna.

Leikir dagsins:

Reykjavíkurmót karla - A-riðill:
17:15 Fylkir - Fjölnir (Egilshöll)
19:15 KR - Þróttur R. (Egilshöll)

Reykjavíkurmót kvenna - A-riðill:
15:15 Fjölnir - Valur (Egilshöll)

Fótbolti.net mótið - B deild R1:
12:00 Víkingur Ó. - Njarðvík (Akraneshöllin)

Fótbolti.net mótið - B deild R2:
13:00 Vestri - Þróttur V. (Skessan)

Kjarnafæðismót karla B-deild:
17:15 Samherjar - Kormákur/Hvöt (Boginn)

Kjarnafæðismót kvenna:
15:15 Þór/KA - Hamrarnir (Boginn)

Faxaflóamót kvenna - A-riðill:
17:00 Haukar - Keflavík (Skessan)

Faxaflóamót kvenna - B-riðill:
16:00 HK - Afturelding (Kórinn)
Athugasemdir
banner