Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. janúar 2020 14:20
Ívan Guðjón Baldursson
Stöðvaði leik Millwall vegna hómófóbískra söngva
Mynd: Getty Images
Jón Daði Böðvarsson kom inn af bekknum og skoraði í 2-0 sigri Millwall gegn fyrrum vinnuveitendum sínum frá Reading.

Hómófóbískir söngvar stuðningsmanna Millwall settu þó svartan blett á leikinn og þurfti Keith Stroud dómari að stöðva leikinn vegna þeirra.

Stjóri Millwall sagði í viðtali eftir leikinn að hann teldi þetta ekki hafa verið hómófóbíska söngva. Hann segir þetta hafa verið hróp og köll frá einum eða tveimur stuðningsmönnum.

Í hálfleik voru áhorfendur minntir í gegnum hátalarakerfið að svona hegðun er ekki vel liðin.

„Millwall FC hefur ekkert umburðarlyndi gagnvart mismunun af nokkrum toga. Einstaklingur sem verður fundinn sekur um slíka hegðun á The Den fær fyrirvaralaust lífstíðarbann," segir í yfirlýsingu frá Millwall.
Athugasemdir
banner
banner
banner