Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 19. janúar 2022 23:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rangnick: De Gea er einn besti markvörður heims
Mynd: EPA
Ralf Rangnick stjóri Manchester United var að vonum ánægður með viðsnúning sinna manna í síðari hálfleik gegn Brentford í kvöld.

Staðan var markalaus í fyrri hálfleik og Brentford var með yfirhöndina. Rangnick sagði að liðið hafi verið lélegt á öllum sviðum í hálfleiknum. Hann hrósaði hinsvegar David De Gea í hástert fyrir frammistöðuna sína í leiknum.

„Hann hefur verið að bjarga okkur síðustu vikur, frábærar vörslur í fyrri hálfleik, einn besti markvörður heims í dag að mínu mati."

Rangnick var mun ánægðari með síðari hálfleikinn.

„Í síðari hálfleik vorum við mun betri, réðumst á þá hærra á vellinum og tókum réttar ákvarðanir í skyndisóknum og skoruðum."

Hann var mjög ánægður með frammistöðu hins unga Anthony Elanga sem kom liðinu á blað í leiknum með skallamarki.

„Elanga bætti ofan á frammistöðuna sem hann sýndi á Villa Park. Hann var frábær í síðari hálfleik, vann mjög vel og skoraði svo fyrsta markið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner