Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 19. mars 2020 14:11
Magnús Már Einarsson
Peter Whittingham látinn
Mynd: Getty Images
Peter Whittingham, fyrrum leikmaður Cardiff og Aston Villa, er látinn 35 ára að aldri. Whittingham hefur verið á sjúkrahúsi síðan 7. mars síðastliðinn vegna höfuðmeiðsla.

Whittingham datt illa í stiga þegar hann var staddur á bar þann 7. mars síðastliðinn og varð hann fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum. Hann lést á sjúkrahúsi í þessari viku.

Hinn 35 ára gamli Whittingham spilaði með Aston Villa áður en hann fór til Cardiff árið 2007.

Hann skoraði 98 mörk í 459 leikjum hjá Cardiff og er í miklum metum hjá félaginu. Hann var lengi liðsfélagi Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff.

Whittingham var þekktur fyrir öflugan vinstri fót á fótboltaferli sínum en hann lagði skóna á hilluna árið 2018 eftir tímabil með Blackburn Rovers.

Athugasemdir
banner
banner
banner