Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. mars 2023 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Maguire tekið miklum framförum - „Ánægður með frumkvæðið og leiðtogahæfileikana"
Harry Maguire
Harry Maguire
Mynd: Getty Images
Facundo Pellistri gæti fengið sénsinn
Facundo Pellistri gæti fengið sénsinn
Mynd: Getty Images
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, fær mikið lof frá Erik ten Hag, stjóra félagsins, en hann segir enska varnarmanninn hafa bætt sig mikið frá því hann tók við Man Utd.

Maguire var í miðri vörn hjá United í 1-0 sigrinum á Real Betis í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum og spilaði hann frábærlega.

Englendingurinn er að finna sitt gamla sjálfstraust aftur og virðist Ten Hag treysta honum meira með hverjum leiknum.

Hann gæti fengið tækifærið í 8-liða úrslitum enska bikarsins í dag en Ten Hag er alla vega ánægður með þær framfarir sem hann hefur tekið.

„Ég er mjög svo ánægður með hvað Harry hefur tekið miklum framförum. Hann er meira ráðandi og er að stjórna, tekur meira frumkvæði á æfingum og eins og við sáum í Seville gegn Betis þar sem hann sýndi leiðtogahæfileika sína. Ég er sérstaklega ánægður með frumkvæðið og hvernig hann stýrir leikjum,“ sagði Ten Hag.

Facundo Pellistri er annar leikmaður sem gæti fengið tækifærið en Ten Hag ítrekar það þó að menn þurfi að sanna sig til að eiga það skilið.

„Þú þarft að eiga það skilið. Þú þarft að vinna þér það inn og við munum hjálpa honum. Hvernig við spilum, kúlturinn — og annað munum við hjálpa honum með. Þjálfararnir eru að leggja mikla vinnu í þetta með honum, en þegar allt kemur til alls þurfa leikmennirnir að nýta tækifærin. Þeir þurfa að eiga þetta skilið með því að leggja sig fram á hverjum degi, bæði innan sem utan vallar.“

„Hann er með hæfileikana til að gera þetta eins og hinir sem hafa komið upp úr unglingaliðinu eins og Garnacho og Kobbie Mainoo. Pellistri er einn af þeim. Það eru fleiri sem geta þetta en þú verður að leggja þitt af mörkum. Manchester United er ekki staður þar sem við höfum þolinmæðina til að prufa einn í tíu leiki. Nei, þú verður að standa þig,“
sagði Ten Hag í lokin.
Athugasemdir
banner
banner