Newcastle undirbýr nýtt tilboð í Calvert-Lewin - Napoli hefur enn áhuga á Lukaku - Balotelli til Corinthians?
   sun 19. mars 2023 21:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Panathinaikos áfram á toppnum - Hilmir skoraði og Valgeir í úrslit
Hilmir Rafn
Hilmir Rafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Panathinaikos er með tveggja stiga forystu á toppnum í grísku deildinni en það var toppslagur í dag þegar liðið mætti AEK Athens.


Hörður Björgvin Magnússon er í landsliðshópnum sem tekur á móti Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024 en hann var í byrjunarliði Panathinaikos í dag.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli. PAOK vann Aris en liðið er í 4. sæti sem gefur þátttökurétt í Sambandsdeildinni. Sverrir Ingi Ingason er leikmaður PAOK en hann er fjarverandi vegna meiðsla.

Hilmir Rafn á skotskónum og Hacken í úrslit

Hilmir Rafn Mikaelsson hefur verið heitur í treyju Tromsö en liðið mætti Lilleström í norska bikarnum í dag.

Staðan var jöfn 1-1 en Hilmir kom Tromsö í forystuna eftir klukkutíma leik. Lilleström kom leiknum í framlengingu og þar skoraði varnarmaður Tromsö sjálfsmark og Lilleström vann 3-2.

Hilmir er nú með þrú mörk í sex leikjum fyrir Tromsö.

Í sænska bikarnum komst Hacken áfram í úrslit eftir 3-0 sigur á Djurgarden. Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði Hacken.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner