Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 19. apríl 2021 21:26
Ívan Guðjón Baldursson
Gary Neville: Þetta má ekki fara í gegn
Mynd: Getty Images
Það virðast allir innan knattspyrnuheimsins vera gegn tillögu um evrópska Ofurdeild sem var lögð fram af tólf af stærstu knattspyrnufélögum heimsálfunnar.

Hin ýmsu nöfn hafa gagnrýnt þessa tillögu og hafa menn úr enska knattspyrnuheiminum á borð við Gary Neville, Gary Lineker og Jamie Carragher verið sérstaklega harðorðir.

Gagnrýnendur hafa verið afar fjölbreyttir en á síðustu klukkustundum hafa til dæmis Sevilla, Ajax, Dani Alves og portúgalska ríkisstjórnin gefið frá sér yfirlýsingar gegn Ofurdeildinni.

„Ég var að vona að þeir myndu endurhugsa þetta útaf almenningsálitinu. Ég er ánægður með viðbrögð knattspyrnuheimsins en þetta má ekki fara í gegn. Ef tillagan fer í gegn þá mun hún breyta knattspyrnuheiminum að eilífu," sagði Gary Neville á Sky Sports.

„Þetta eru eigendur sem hafa komið erfiðum hlutum í gegn áður. Uppáhaldsliðið skiptir ekki lengur máli, við verðum öll að standa saman. Þeir eru að reyna að taka fótboltann frá okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner