Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. apríl 2021 15:30
Magnús Már Einarsson
RB Leipzig hafnar boði um að vera með í Ofurdeildinni
Mynd: Getty Images
Þýsku félagið RB Leipzig hefur tilkynnt að það ætli sér ekki að taka þátt í fyrirhugaðri Ofurdeild í Evrópu.

Tilkynnt var í gær að tólf félög frá Englandi, Spáni og Ítalíu standi að stofnun deildarinnar. Þrjú önnur sæti eru ennþá laus og að auki verður keppt um fimm sæti í deildinni árlega.

Fyrr í dag var tilkynnt að Bayern Munchen og Borussia Dortmund ætluðu ekki að taka þátt og RB Leipzig hefur bæst í þann hóp.

„Í atvinnumennsku í fótbolta keppumst við um að enda ofarlega í deildinni heima fyrir til að taka þátt í alþjóðlegri keppni. Að breyta þessu er algjörlega út úr myndinni fyrir okkur," sagði Oliver Mintzlaff, framkvæmdastjóri RB Leipzig.
Allt nötrar út af Ofurdeildinni - NBA deild í Evrópu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner