Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. apríl 2021 21:08
Ívan Guðjón Baldursson
Spirit of Shankly með sterka yfirlýsingu gegn Ofurdeildinni
Búnir að taka Liverpool fánana niður
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Spirit of Shankly, helsti stuðningsmannahópur Liverpool, er búinn að gefa frá sér yfirlýsingu gegn Ofurdeildinni.

Liverpool er eitt af tólf knattspyrnufélögum sem vilja stofna Ofurdeild Evrópu. Þessi hugmynd hefur fengið gífurlega mikla gagnrýni úr öllum áttum.

„Yfirlýsing Liverpool FC um Ofurdeildina er átakanleg og blygðunarlaus. Stuðningsmannahópurinn Spirit of Shankly var stofnaður eftir brostin loforð fyrrum eigenda LFC sem settu tilvist félagsins í hættu. Þessi tillaga um Ofurdeild setur tilvist alls þess sem félagið okkar stendur fyrir í hættu," segir meðal annars í sterkri yfirlýsingu.

„Og ástæðan er einföld. Græðgi. Meistaradeildin er sérstök vegna þess að þú þarft að standa þig vel yfir heilt tímabil til að fá að taka þátt. LFC er þekkt félag um allan heim þökk sé ævintýralegu gengi í þessari keppni.

„Þessi tillaga mun skemma sögu og nafn LFC. Fyrir hvað? Peninga.

„Við erum að taka Liverpool fánana niður úr Kop stúkunni og munum halda opinn netfund til að ræða næstu skref.

„Við styðjum ennþá við leikmenn félagsins, starfsfólk og knattspyrnustjórann. Við erum ekki hættir að styðja við ykkur. "


Að lokum er gagnrýnt eigendur félagsins og þeim sagt að skammast sín.
Athugasemdir
banner
banner
banner