Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 19. apríl 2025 20:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Álagið farið að segja til sín - „Of mikið fyrir þennan hóp"
Mynd: EPA
Newcastle tapaði gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni í kvöld. Staðan var jöfn í hálfleik en Villa skoraði þrjú mörk í seinni hálfleik.

Jason Tindall stýrir Newcastle í fjarveru Eddie Howe. Hann fann það á liðinu að það væri mikil þreyta í hópnum.

„Kannski er þetta orðið of mikið fyrir þennan hóp. Við höfum spilað þrjá leiki á sex dögum og mætum frábæru liði Villa. Við gerðum ágætlega í seinni hálfleik en þetta var orðið of mikið fyrir leikmennina í kringum 60. mínútu."

„Við vorum ekki ánægðir með mörkin sem við fengum á okkur. Við getum ekki dæmt hugarfar leikmanna. Við erum í frábærri stöðu, þriðja sæti í úrvalsdeildinni og eigum fimm úrslitaleiki eftir."

Newcastle er í 3. sæti aðeins tveimur stigum á undan Aston Villa sem er í 6. sæti þegar fimm leikir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner