Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 19. maí 2019 10:19
Ívan Guðjón Baldursson
Kompany ráðinn sem spilandi þjálfari hjá Anderlecht (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany er búinn að staðfesta að hann hefur tekið við starfi spilandi þjálfara hjá Anderlecht í belgíska boltanum.

Þessar fregnir berast aðeins skömmu eftir að tilkynnt var að Kompany yrði ekki áfram í liði Englandsmeistara Manchester City eftir ellefu ár hjá félaginu.

Kompany er uppalinn hjá Anderlecht og spilaði fyrir félagið í þrjú ár áður en hann hélt til Hamburger SV í Þýskalandi. Þar var hann í tvö ár áður en Man City krækti í hann.

Anderlecht er með betri liðum Belgíu en þetta tímabil reyndist ekki sérlega gott og er liðið í sjötta sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina án möguleika á að komast í Evrópukeppnir.
Athugasemdir
banner
banner
banner