Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
banner
   sun 19. maí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Man City einum sigri frá titlinum
Mynd: EPA
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram í dag þar sem tíu leikir hefjast á sama tíma.

Ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City þurfa sigur til að tryggja sér sinn sjötta Englandsmeistaratitil á sjö árum þar sem Arsenal er í öðru sæti nartandi í hælana á lærisveinum Pep Guardiola.

Man City tekur á móti West Ham og hefur City unnið síðustu þrjár innbyrðisviðureignir liðanna í röð. Arsenal tekur á sama tíma á móti Everton sem er búið að bjarga sér frá falli.

Það er þó ekki einungis verið að berjast um Englandsmeistaratitilinn í dag vegna þess að Manchester United getur ennþá tekið sjöunda sætið af Newcastle alveg eins og Newcastle getur enn hirt sjötta sætið af Chelsea í Evrópubaráttunni.

Man Utd heimsækir Brighton í spennandi slag á meðan Newcastle heimsækir Brentford og Chelsea fær Bournemouth í heimsókn.

Leikir dagsins:
15:00 Burnley - Nott. Forest
15:00 Luton - Fulham
15:00 Sheffield Utd - Tottenham
15:00 Arsenal - Everton
15:00 Brentford - Newcastle
15:00 Brighton - Man Utd
15:00 Chelsea - Bournemouth
15:00 Crystal Palace - Aston Villa
15:00 Liverpool - Wolves
15:00 Man City - West Ham
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
14 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
15 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
16 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 8 1 1 6 6 18 -12 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner