Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 19. júní 2021 15:31
Brynjar Ingi Erluson
Enginn skorað meira en Griezmann
Antoine Griezmann elskar að skora á stórmótum
Antoine Griezmann elskar að skora á stórmótum
Mynd: EPA
Franski landsliðsmaðurinn Antoine Griezmann skoraði mark Frakkland í 1-1 jafnteflinu gegn Ungverjalandi í dag en enginn leikmaður hefur skorað jafn mikið og hann frá HM 2014.

Griezmann, sem er 30 ára gamall, tók þátt á fyrsta stórmótinu með Frakklandi á HM í Brasilíu árið 2014.

Hann skoraði ekki á því móti en var markahæstur á EM 2016 er Frakkland komst í úrslitaleikinn. Þar gerði hann sex mörk og þá gerði hann fjögur mörk á HM 2018 er Frakkland vann mótið.

Griezmann gerði svo ellefta mark sitt á stórmóti í dag en enginn leikmaður hefur skorað jafn mörg mörk og hann frá HM 2014.

Cristiano Ronaldo kemur næst á eftir honum með 10 mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner