Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 19. júní 2023 19:16
Ívan Guðjón Baldursson
U21: Danijel með sigurmark í uppbótartíma
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Ungverjaland U21 0 - 1 Ísland U21
0-1 Danijel Dejan Djuric ('92)
Rautt spjald: Barnabas Kovacs, Ungverjaland ('79)


Íslenska U21 árs landsliðið heimsótti það ungverska í vináttulandsleik í dag og skóp sigur með marki í uppbótartíma.

Ísland mætti til leiks með sterkt lið enda var leikurinn liður í upphitun fyrir næstu undankeppni EM U21 árs landsliða sem hefst í september. Þar er Ísland í riðli með Danmörku, Litháen, Tékklandi og Wales.

Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings R., kom inn af bekknum á 74. mínútu og skoraði sigurmarkið með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri kanti á 92. mínútu.

Byrjunarlið Íslands:
Ólafur Kristófer Helgason - Fylkir
Róbert Orri Þorkelsson - Montreal
Andi Hoti - Leiknir R
Ólafur Guðmundsson - FH
Valgeir Valgeirsson - Örebro
Andri Fannar Baldursson - NEC
Kristófer Jónsson - Venezia
Ísak Andri Sigurgeirsson - Stjarnan
Ari Sigurpálsson - Víkingur
Kristall Máni Ingason - Rosenborg
Andri Lucas Guðjohnsen - Norrköping


Athugasemdir
banner
banner