Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   mið 19. júní 2024 19:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chelsea samþykkir tilboð frá Aston Villa í Maatsen
Mynd: EPA

Aston Villa hefur náð samkomulagi við Chelsea um kaupverð á Ian Maatsen


Kaupverðið er talið vera milli 35-40 milljónir punda og gæti hækkað eftir árangri Maatsen hjá félaginu. Þetta kemur fram á Sky Sports.

Maatsen mun skrifa undir sex ára samning við Villa.

Þessi vinstri bakvörður var með riftunarákvæði í samningi sínum sem gerði liðum kleift að fá hann fyrir 35 milljónir punda. Hann var á láni hjá Dortmund á síðustu leiktíð en þýska félagið er ekki tilbúið að borga riftunarákvæðið sem stendur.


Athugasemdir
banner
banner