Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   mið 19. júní 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enginn spilað á fleiri Evrópumótum en Ronaldo
Mynd: EPA

Hinn 39 ára gamli Cristiano Ronaldo var á sínum stað í liði Portúgals í gær þegar liðið vann dramatískan sigur á Tékklandi á EM í Þýskalandi.


Ronaldo hefur nú spilað á sex Evrópumótum með Portúgalska landsliðinu en hann spilaði á sínu fyrsta móti árið 2004 þegar mótið var haldið í Portúgal en þá fóru heimamenn alla leið í úrslit en töpuðu gegn spútníkliði Grikklands.

Engum leikmanni hefur tekist að spila á jafn mörgum Evrópumótum og Ronaldo.

Hann er markahæsti og leikjahæsti leikmaður EM í sögunni með 26 leiki og 14 mörk skoruð.

Liðsfélagi hans, Pepe, er elsti leikmaður í sögu EM en hann spilaði í gær en hann er rúmlega 41 árs gamall.


Athugasemdir
banner
banner
banner