Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   mið 19. júní 2024 10:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KSÍ mun skoða allar hliðar málsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir leik Fylkis og Vestra sakaði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, leikmenn Fylkis um kynþáttaníð í garð leikmana sinna í viðtali við Stöð2Sport/Vísi eftir leik.

Von er á viðbrögðum frá stjórn Fylkis.

Fótbolti.net hafði samband við KSÍ en málið er ekki komið á borð sambandsins.

„Þetta er ekki ennþá komið til okkar. Við tókum þetta aðeins fyrir í morgun, munum skoða þetta frá öllum hliðum. Við þurfum að bíða og sjá hvað kemur í skýrslu dómara og eftirlitsmanns. Við höfum ekki fengið neitt formlegt til okkar, hvorki frá Vestra eða Fylki," sagði Jörundur Áki Sveinsson sem er yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ og starfandi framkvæmdastjóri.
Athugasemdir
banner
banner
banner