Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
banner
   mán 19. ágúst 2019 22:03
Baldvin Már Borgarsson
Gústi Gylfa: Ég er sáttur miðað við hvernig leikurinn byrjaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Breiðabliks var bæði svekktur og sáttur með stigið gegn Val fyrr í kvöld, en leikurinn var heldur betur kaflaskiptur og komust Valsarar í 2-0 forystu áður en Blikar ákváðu að taka þátt í þessum leik.

Leiknum lauk með stórskemmtilegu 3-3 jafntefli og skipta liðin því stigunum á milli sín, eftir leikinn sitja Blikar enn í 2. sæti deildarinnar og Valur situr enn í 6. sæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  3 Valur

„Ég er sáttur miðað við hvernig leikurinn byrjaði eftir 20 mínútur að taka stigið og skora þrjú mörk, en þegar 90 mínútur voru búnar var ég svekktur með þetta eina stig, ég hefði viljað fá þrjú.'' Sagði Gústi strax að leik loknum.

Er Andri Yeoman að sýna sitt rétta andlit efitr að hann fer niður á miðjuna?

„Já Andri er flottur og Alexander búinn að vera frábær sem og Guðjón Pétur, Andri var reyndar á miðjunni í tíunni, en þegar Alexander fer útaf fer Andri í djúpa miðjumanninn og er flottur leikmaður.''

Brynjólfur kemur inn í liðið og skorar tvö, setur það pressu á Gústa fyrir liðsvalið?

„Hann kemur frábærlega vel inn í þetta, og stóð sig vel, sívinnandi og hlaupandi og láta finna fyrir sér, skorar tvö mörk og er maður leiksins, átti flottan leik.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Gústi betur um leikinn, meiðsli Alexanders, Andra Yeoman og stöðuna á Elfari Frey Helgasyni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner