Brasilíumaðurinn Antony æfði ekki með Ajax í dag, degi eftir að félagið hafnaði 80 milljón evra tilboði frá Manchester United í leikmanninn.
Erik ten Hag, stjóri United, reynir nú hvað hann getur til að styrkja hópinn fyrir gluggalok.
Félagið er í viðræðum við Casemiro, leikmann Real Madrid, en það eru ágætis líkur á því að hann verði nýr leikmaður liðsins á allra næstu dögum.
Ten Hag vill líka fá Antony, sem hann þjálfaði hjá Ajax, áður en glugginn lokar.
Antony er sagður ósáttur við Ajax og vill hann kom til Man Utd. Hollenski fjölmiðlamaðurinn Mike Verweij telur að sá brasilíski sé að reyna að þrýsta skiptunum í gegn.
Ef Antony fer til Man Utd þá mun Ajax fylla í hans skarð með því að sækja Hakim Ziyech frá Chelsea. Ziyech lék áður fyrr með Ajax og er sagður spenntur fyrir þeirri tilhugsun að fara þangað aftur.
Athugasemdir