Real Madrid er búið að staðfesta að samkomulag hefur náðst við Manchester United um kaupverð á brasilíska miðjumanninum Casemiro.
Sky Sports sagði heildarupphæðina nema 60 milljónum punda en Fabrizio Romano segir það ekki vera rétt, Man Utd mun greiða 70 milljónir í heildina.
Casemiro er búinn að gefa munnlegt samþykki fyrir fjögurra ára samning við Rauðu djöflana og verður meðal launahæstu leikmanna félagsins.
Þessi öflugi landsliðsmaður Brasilíu hefur spilað hátt upp í 350 keppnisleiki á átta árum hjá Real og unnið allt mögulegt með félaginu.
Casemiro er 30 ára gamall og verður dýrasti leikmaður sögunnar í sínum aldursflokki.
🤍 #GraciasCasemiro 🤍 pic.twitter.com/3akax380Bz
— Real Madrid C.F. (@realmadrid) August 19, 2022
Athugasemdir