fös 19. ágúst 2022 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Tvær vítaspyrnur og rautt spjald í sigri Gladbach

Borussia M'Glabdach 1 - 0 Hertha Berlin
1-0 Alassane Plea ('34, víti)
1-0 Jonas Hofmann ('70, misnotað víti)
Rautt spjald: Filip Uremovic, Hertha ('69)


Borussia Mönchengladbach tók á móti Hertha Berlin í fyrsta leik helgarinnar í þýska boltanum og úr varð hin mesta skemmtun.

Alassane Plea skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í opinni og fjörugri viðureign þar sem Hertha lenti manni undir en hætti aldrei að leita að jöfnunarmarkinu.

Filip Uremovic fékk að líta sitt seinna gula spjald þegar hann handlék boltann innan vítateigs í síðari hálfleik. Jonas Hofmann steig á vítapunktinn en spyrnan var ekki nógu góð svo danski markvörðurinn Oliver Christensen varði án mikilla vandræða.

Gestirnir frá Berlín reyndu að jafna en þrautin var ansi þung verandi manni færri og reyndust lokatölur 1-0.

Gladbach er með sjö stig eftir þrjár umferðir á meðan Hertha er aðeins með eitt stig. 


Athugasemdir