David De Gea, markvörður Manchester United, var hetja liðsins í dag í 1-2 sigrinum á West Ham í ensku úrvalsdeildinni.
Lokamínúturnar voru rosalegar á London leikvangnum. Jesse Lingard, sem hafði komið inn á sem varamaður, skoraði glæsilegt mark gegn sínum fyrrum félögum.
Stuttu síðar vildi Cristiano Ronaldo fá vítaspyrnu en Martin Atkinson, dómari leiksins, dæmdi ekkert og VAR sá ekkert athugavert heldur.
West Ham fór í sókn og þar fór knötturinn í höndina á Luke Shaw. West Ham fékk víti við mikla gremju leikmanna United. Mark Noble kom inn af bekknum til að taka vítið en De Gea varði glæsilega frá honum og tryggði sigurinn.
„Þetta var klikkaður endir. Frábært mark hjá Jesse en svo fá þeir heppnis víti í restina," sagði De Gea.
„Þeir gerðu síðan skiptingu, þetta var allt frekar skrítið, en svo varði ég spyrnuna og við erum gríðarlega sáttir með þessi þrjú stig hér í dag."
Manchester United er jafnt Chelsea og Liverpool að stigum á toppi deildarinnar.
These are the games. We win as a team. 🔴 #team #MUFC pic.twitter.com/dW7ZZL4fTj
— David de Gea (@D_DeGea) September 19, 2021
Athugasemdir