Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 19. september 2022 09:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óánægja með umgjörðina hjá KR - „Mikið talað og lítið gert"
Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR.
Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Vals og KR á dögunum. Valur er á toppnum og KR á botninum.
Úr leik Vals og KR á dögunum. Valur er á toppnum og KR á botninum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið KR féll í gær úr Bestu deildinni eftir stutt stopp í efstu deild. Þær komust upp í fyrra en fara núna beint niður aftur.

KR er stórveldi í íslenskum fótbolta og var með eitt besta kvennalið landsins fyrir um 15 árum síðan. En núna er staðan önnur. Á næstu leiktíð mun KR vera í næst efstu deild á nýjan leik.

Í gær tapaði KR gegn Selfossi og var ljóst að fall yrði niðurstaðan eftir þann leik.

Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR, fór í viðtal við RÚV eftir leikinn þar sem hún kom inn á það að umgjörðin í kringum liðið væri ekki góð.

Yfirhöfuð finnst mér vanta vilja og metnað til að gera hlutina vel," sagði Rebekka.

„Mér finnst mikið talað og lítið gert. Þetta eru allir litlu hlutirnir. Aðstæður sem við höfum hérna í KR. Það er ekki búið að manna börur hér í dag þar sem leikmaður meiðist illa og er sárþjáð inni á vellinum og það tekur ótrúlegan tíma. Þetta eru litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir. Það er rosalega margt sem mér finnst að. Hugarfar og mér finnst vanta að það sé staðið við orðin að þau vilji allt fyrir okkur gera."

Þessi ummæli hafa vakið mikla athygli en Jóhannes Karl Sigursteinsson hætti sem þjálfari liðsins í byrjun sumars út af sömu ástæðum sem þarna er talað um. Hann var ósáttur við að ekki væri búið að fá atvinnuleyfi fyrir erlenda leikmenn sem voru löngu komnir til félagsins.

„Ég held að það sé alveg augljóst að það er ekki ásættanlegt að vera ekki með leikmannahópinn fullklárann og vera að bíða eftir því. Auðvitað eru margir þættir sem spila inn í, útlendingaeftirlitið, vinnumálastofnun og annað, en það var engu að síður samið við þessa leikmenn í febrúar, mars. Manni finnst bara að í eins stóru félagi og KR eigi þessir hlutir að vera í lagi," sagði Kalli í samtali við Vísi.

Hvernig stendur á þessu?
Það hefur myndast nokkur umræða um þetta mál á samfélagsmiðlum. Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, fræðimaður og sálfræðingur, segir það slæmt fyrir íslenskar kvennaíþróttir að stórt félag líkt og KR standi sig ekki betur.

„Hvernig stendur á því að félag eins og KR sé svona rosalega metnaðarlaust fyrir kvennaíþróttum?" spyr Hafrún á samfélagsmiðlum.

„Kvennalið KR í körfu og fótbolta hafa lítið getað í áraraðir og sífelldar fréttir af umgjörð sem er til skammar. Það að KR standi sig ekki betur er slæmt fyrir íslenskar kvennaíþróttir."

Katrín Ásbjörnsdóttir, sóknarmaður Stjörnunar sem er uppalin hjá KR, blandar sér einnig í umræðuna. „Er 'standardinn' ekki meiri en þetta í einum stærsta og elsta klúbb landsins?" spyr hún.

Sjá einnig:
„Það hefur ekkert breyst þarna í alltof mörg ár"



Athugasemdir
banner
banner