Íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon er í liði vikunnar í grísku úrvalsdeildinni eftir frammistöðu hans í 5-0 sigri Panathinaikos á Panetolikos um helgina en það er SofaScore sem velur það.
Varnarmaðurinn var öflugur aftast og skoraði þá fimmta mark liðsins með skalla undir lok leiks.
Liðið hefur haldið hreinu í öllum þremur leikjum sínum í deildinni en aðeins tveir leikmenn Panathinaikos voru í liði vikunnar.
Hörður var í vörninni með 8,3 í einkunn og þá var brasilíski sóknartengiliðurinn Bernard einnig í liðinu, eftir að hafa skorað þrennu í leiknum.
Hann og Ögmundur Kristinsson hafa byrjað tímabilið frábærlega en Ögmundur hefur tvisvar verið valinn í lið vikunnar. Ögmundur samdi við Kifisias eftir að hafa spilað með Olympiakos síðustu ár.
Framarinn var í liðinu í 2. og 3. umferð, en hann fékk 8,9 í einkunn fyrir frammistöðuna í 2-1 tapinu gegn PAOK og 7,9 í 2-1 sigrinum á Atromitos.
Hér má sjá allt lið vikunnar í heild sinni
Neðarlega á síðunni má finna fyrri lið vikunnar.
Athugasemdir