Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. október 2021 20:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Solanke hetja Bournemouth - Magnaður sigur Forest
Solanke, hetja Bournemouth í kvöld.
Solanke, hetja Bournemouth í kvöld.
Mynd: Getty Images
Lyle Taylor skoraði tvö í uppbótartíma.
Lyle Taylor skoraði tvö í uppbótartíma.
Mynd: Getty Images
Bournemouth styrkti stöðu sína í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands, með góðum útisigri gegn Stoke City í kvöld.

Það var Dominic Solanke, fyrrum sóknarmaður Chelsea og Liverpool, sem var hetja Bournemouth í leiknum. Hann skoraði sigurmarkið snemma í seinni hálfleik.

Bournemouth er með sex stiga forskot á toppi deildarinnar núna, en liðin fyrir neðan eiga leik til góða.

Nottingham Forest er svo gott sem óstöðvandi eftir þjálfarabreytingu fyrir nokkrum vikum síðan. Undir stjórn Steve Cooper hefur Forest komist á mikið skrið.

Í kvöld var mikil dramatík er þeim tókst að leggja Bristol City að vell með tveimur mörkum í uppbótartíma. Lyle Taylor skoraði bæði mörkin.

Frábær sigur hjá Forest sem er við það að blanda sér í baráttuna um sæti í umspilinu.

QPR vann 1-0 sigur á Blackburn og lærisveinar Wayne Rooney í Derby County gerðu 2-2 jafntefli við Luton eftir að hafa komist 2-0 yfir.

Þá var Jón Daði Böðvarsson ekki í hóp hjá Millwall sem vann 1-2 sigur á Sheffield United. Sigurmarkið kom í uppbótartíma. Jón Daði er í kuldanum hjá Millwall, sem er í tíunda sæti deildarinnar.

Bristol City 1 - 2 Nott. Forest
1-0 Alex Scott ('39 )
1-1 Lyle Taylor ('90 )
1-2 Lyle Taylor ('90 , víti)

Derby County 2 - 2 Luton
1-0 Tom Lawrence ('20 )
1-1 Fred Onyedinma ('48 )
2-1 Jason Knight ('60 )
2-2 Elijah Adebayo ('83 )

QPR 1 - 0 Blackburn
1-0 Ilias Chair ('83 )

Sheffield Utd 1 - 1 Millwall
0-1 Jed Wallace ('11 )
1-1 Billy Sharp ('45 , víti)
Rautt spjald: Morgan Gibbs-White, Sheffield Utd ('54)

Stoke City 0 - 1 Bournemouth
0-1 Dominic Solanke ('51 )
Athugasemdir
banner
banner
banner