Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 20. janúar 2020 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reus vonast til að Haaland feti í fótspor Aubameyang
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Norðmaðurinn Erling Braut Haaland byrjaði ótrúlega með Borussia Dortmund. Hann kom inn á sem varamaður og skoraði þrennu í fyrsta leik sínum fyrir félagið, gegn Augsburg á laugardag.

Hann hjálpaði liðinu að koma til baka og vinna 5-3 sigur eftir að hafa lent 3-1 undir.

Dortmund hafði betur gegn Manchester United og fleiri félögum í baráttunni um Haaland, sem var keyptur til Dortmund frá Salzburg á dögunum.

Hann byrjar af miklum krafti fyrir sitt nýja félag og vonar Marco Reus, fyrirliði Dortmund, að hann geti fylgt í fótspor markahróks sem spilaði eitt sinn fyrir Dortmund.

„Hann er mjög rólegur, en mjög metnaðarfullur," sagði Reus um hinn 19 ára gamla Haaland. „Hann æfir hrikalega vel."

„Að ég held, þá var Pierre-Emerick Aubameyang síðasti leikmaður Dortmund til að þreyta frumraun sína gegn Augsburg, og hann skoraði líka þrjú mörk."

„Ef hann skyldi ná svipuðum árangri, það er eitthvað sem ég væri mjög til í að sjá. Frábær byrjun hjá honum í dag."

Aubameyang lék með Dortmund frá 2013 til 2018, og skoraði 141 mark í 213 leikjum. Hann yfirgaf Dortmund til að ganga í raðir Arsenal í janúarmánuði 2018.

Sjá einnig:
Haaland: Ég kom hingað til að skora mörk
Athugasemdir
banner
banner
banner