Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 20. janúar 2021 12:52
Elvar Geir Magnússon
Samningi Sokratis við Arsenal hefur verið rift
Arsenal hefur rift samningi gríska landsliðsmannsins Sokratis Papastathopoulos.

Sokratis hefur ekki verið í náðinni hjá Mikel Arteta og ekkert spilað á þessu tímabili.

Þessi 32 ára varnarmaður gekk í raðir Arsenal frá Borussia Dortmund fyrir 17,6 milljónir punda sumarið 2018.

Á tíma sínum hjá Arsenal vann hann FA-bikarinn og lenti í öðru sæti í Evrópudeildinni. Alls lék hann 69 leiki fyrir félagið.

Football.London segir að Sokratis yfirgefi Arsenal formlega í dag.
Athugasemdir
banner