Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. janúar 2022 15:00
Elvar Geir Magnússon
AC Milan gefst ekki upp á Botman
Botman í landsleik með Hollandi.
Botman í landsleik með Hollandi.
Mynd: EPA
AC Milan heldur áfram að reyna að fá Sven Botman, leikmann Lille, og samkvæmt Sky Sport Italia eru eigendur félagsins nú komnir inn í viðræðurnar.

Milan reynir að fá varnarmann inn í stað Simon Kjær sem verður ekki meira með á tímabilinu vegna hnémeiðsla. Ofan á það verður Fikayo Tomori á meiðslalistanum næstu vikurnar.

Það hafa verið viðræður hjá AC Milan við Manchester United og Tottenham um Eric Bailly og Japhet Tanganga en ítalska félagið hefur áhuga á því að fá annan þeirra lánaðan.

Félagið vill kaupa Botman en Lille vill ekki selja hann í þessum glugga. AC Milan gefst hinsvegar ekki upp og heldur áfram að reyna að ná samkomulagi.
Athugasemdir
banner
banner
banner